Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Linda Blöndal skrifar 30. maí 2015 19:30 Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira