Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Það var heitt í hamsi í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga MMA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga
MMA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira