Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 12:31 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Vísir/GVA Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson. Verkfall 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson.
Verkfall 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira