BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2015 22:24 Háskólamenn eru ósáttir við ummæli forsætisráðherra. Vísir Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47