Opið tækifæri fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna Erna Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2015 12:41 Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar