Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 13:49 Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. Vísir Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Áður hafði Egill borið vitni og kom þá fram að þeir eru nátengdir; Einar Bjarni er systursonur konu Egils. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008. Hlutabréfakaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem lánaði Desulo fyrir bréfunum og tók veð í þeim. Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Saksóknari vill meina að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna.Vissi ekki um magn hlutabréfakaupa Egill Ágústsson, eigandi Desulo, bar fyrir dómi í dag að hann hefði ekki vitað á sínum tíma hversu mikið félagið keypti af hlutabréfum í Kaupþingi. Viðskiptin hafi í raun farið fram að honum forspurðum og hann hafi ekkert heyrt meir um viðskipti Desulo eftir maí 2008. Fyrir liggur í málinu félagið keypti hluti í Kaupþingi í maí, júní, júlí, ágúst og september. Framburður Einars Bjarna stangast að vissu leyti á orð Egils. Einar Bjarni sagðist fyrir dómi hafa rætt við Egil um að “þeir” vildu fá hann inn sem hluthafa í Kaupþingi. Aðspurður hverjir „þeir” væru sagði Einar að Magnús hefði haft samband við sig og eina nafnið annað sem hann heyrði var Hreiðar Már. „Magnús hringir í mig þegar ég var í fríi og nefnir að þeir vilji bjóða Agli að kaupa 1% í Kaupþingi. Eftir að Egill hafði samþykkt það var þetta sett í gang. [...] Það voru engar fjárhæðir nefndar að mínu viti en Egill sagði “Þeir stjórna þessu,”” sagði Einar Bjarni í dag. Einar sagði að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Egil um viðskiptin sem áttu sér stað í júní því þeir höfðu verið búnir að ræða þetta áður. „Það var bara verið að stilla upp þessu 1% sem er verið að kaupa í félaginu.” Hvað varðaði viðskiptin í júlí og ágúst sagði Einar: „Magnús biður mig um að ræað við Egil um að kaupa meir og ég ræði það við hann og Egill segir að þeir stjórni þessu. Það voru engar upphæðir ræddar því það var ekki komið á hreint hvað “meira” þýddi.”„Hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun“ Í júlí 2008 var Desulo komið í mikinn mínus og sagði Einar fyrir dómi í dag að Egill hafi verið meðvitaður um það. Þá leit Einar sjálfur ekki á það sem svo að viðskipti félagsins væru í hans höndum. „Félagið var í rauninni löngu komið í hendur Magnúsar og einhverra á Íslandi sem ég veit ekki hverjir voru því félagið var komið langt undir í eigið fé.” Aðspurður hvort að Magnús hefði líka verið meðvitaður um fjárhagsstöðu Desulo á þessum tíma, sagði Einar svo hafa verið. Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, bar svo undir Einar framburð hans hjá lögreglu varðandi viðskipti Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Þar sagði Einar meðal annars: „Sko, nei Egill er bara búinn að vera síðan að þetta mál byrjaði bara hægt og bítandi með Alzheimer light. [...] Hann vill bara, hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun, já þannig að hvað get ég sagt?” Kristín bað Einar um að staðfesta þessi orð sín sem hann og gerði. Þá bar hún jafnframt undir hann orð hans um að hann hafi borið það undir Egil að það ætti að bæta við stöður og að Egill hafi samþykkt það. Einar staðfesti að þar hefði hann greint rétt frá hjá lögreglu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Áður hafði Egill borið vitni og kom þá fram að þeir eru nátengdir; Einar Bjarni er systursonur konu Egils. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008. Hlutabréfakaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem lánaði Desulo fyrir bréfunum og tók veð í þeim. Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Saksóknari vill meina að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna.Vissi ekki um magn hlutabréfakaupa Egill Ágústsson, eigandi Desulo, bar fyrir dómi í dag að hann hefði ekki vitað á sínum tíma hversu mikið félagið keypti af hlutabréfum í Kaupþingi. Viðskiptin hafi í raun farið fram að honum forspurðum og hann hafi ekkert heyrt meir um viðskipti Desulo eftir maí 2008. Fyrir liggur í málinu félagið keypti hluti í Kaupþingi í maí, júní, júlí, ágúst og september. Framburður Einars Bjarna stangast að vissu leyti á orð Egils. Einar Bjarni sagðist fyrir dómi hafa rætt við Egil um að “þeir” vildu fá hann inn sem hluthafa í Kaupþingi. Aðspurður hverjir „þeir” væru sagði Einar að Magnús hefði haft samband við sig og eina nafnið annað sem hann heyrði var Hreiðar Már. „Magnús hringir í mig þegar ég var í fríi og nefnir að þeir vilji bjóða Agli að kaupa 1% í Kaupþingi. Eftir að Egill hafði samþykkt það var þetta sett í gang. [...] Það voru engar fjárhæðir nefndar að mínu viti en Egill sagði “Þeir stjórna þessu,”” sagði Einar Bjarni í dag. Einar sagði að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Egil um viðskiptin sem áttu sér stað í júní því þeir höfðu verið búnir að ræða þetta áður. „Það var bara verið að stilla upp þessu 1% sem er verið að kaupa í félaginu.” Hvað varðaði viðskiptin í júlí og ágúst sagði Einar: „Magnús biður mig um að ræað við Egil um að kaupa meir og ég ræði það við hann og Egill segir að þeir stjórni þessu. Það voru engar upphæðir ræddar því það var ekki komið á hreint hvað “meira” þýddi.”„Hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun“ Í júlí 2008 var Desulo komið í mikinn mínus og sagði Einar fyrir dómi í dag að Egill hafi verið meðvitaður um það. Þá leit Einar sjálfur ekki á það sem svo að viðskipti félagsins væru í hans höndum. „Félagið var í rauninni löngu komið í hendur Magnúsar og einhverra á Íslandi sem ég veit ekki hverjir voru því félagið var komið langt undir í eigið fé.” Aðspurður hvort að Magnús hefði líka verið meðvitaður um fjárhagsstöðu Desulo á þessum tíma, sagði Einar svo hafa verið. Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, bar svo undir Einar framburð hans hjá lögreglu varðandi viðskipti Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Þar sagði Einar meðal annars: „Sko, nei Egill er bara búinn að vera síðan að þetta mál byrjaði bara hægt og bítandi með Alzheimer light. [...] Hann vill bara, hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun, já þannig að hvað get ég sagt?” Kristín bað Einar um að staðfesta þessi orð sín sem hann og gerði. Þá bar hún jafnframt undir hann orð hans um að hann hafi borið það undir Egil að það ætti að bæta við stöður og að Egill hafi samþykkt það. Einar staðfesti að þar hefði hann greint rétt frá hjá lögreglu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01