BHM lítur leyfisveitingu sýslumanns alvarlegum augum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2015 21:49 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast með hverjum deginum. Vísir/Stefán Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita sérstök tækifærisleyfi „þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum.“ Í fréttatilkynningu frá BHM segir að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi borist umsókn frá Kópavogsbæ um afgreiðslu tveggja tækifærisleyfa hinn 29. apríl síðastliðinn. „Annars vegar var um að ræða tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi laugardaginn 9. maí í tilefni af árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar en hins vegar tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs hinn 10. maí næstkomandi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendir svokallaðri undanþágunefnd sem skipuð er skv. 21. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna beiðni um undanþágu frá verkfalli meðal lögfræðinga hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna beggja umsókna Kópavogsbæjar. Í 20. gr. laganna er kveðið á um að sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er því hlutverk nefndarinnar að meta hvort um sé að ræða neyð í skilningi laganna sem þurfi að afstýra í tilgreindu tilviki. Þann 4. maí sl. barst sýslumanni niðurstaða frá undanþágunefndinni þar sem honum var tilkynnt um að beiðnin hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hafna beiðninni og var nefndin einróma í niðurstöðu sinni. Í þessu samhengi má benda á að í nefndinni sitja fulltrúar Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins og eru ákvarðanir nefndarinnar endalegar sbr. 21. gr. laga nr. 94/1986. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu gaf sýslumaður sjálfur út leyfisbréf fyrir báða framangreinda viðburði daginn eftir að honum var birt niðurstaða undanþágunefndarinnar. Í þessu samhengi er jafnframt bent á að í yfirlýsingu frá embætti sem birt er á heimasíðu sýslumannsembættanna (https://www.syslumenn.is/stodflokkar/forsidugreinar/tilkynning-vegna-verkfalla-hja-syslumanninum-a-hofudborgarsvaedinu) kemur fram að tekið sé við umsóknum um gisti- og veitingaleyfi en hvorki séu ný leyfi gefin út né gildandi leyfi endurnýjuð. Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita framangreind leyfi þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita sérstök tækifærisleyfi „þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum.“ Í fréttatilkynningu frá BHM segir að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi borist umsókn frá Kópavogsbæ um afgreiðslu tveggja tækifærisleyfa hinn 29. apríl síðastliðinn. „Annars vegar var um að ræða tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi laugardaginn 9. maí í tilefni af árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar en hins vegar tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs hinn 10. maí næstkomandi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendir svokallaðri undanþágunefnd sem skipuð er skv. 21. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna beiðni um undanþágu frá verkfalli meðal lögfræðinga hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna beggja umsókna Kópavogsbæjar. Í 20. gr. laganna er kveðið á um að sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er því hlutverk nefndarinnar að meta hvort um sé að ræða neyð í skilningi laganna sem þurfi að afstýra í tilgreindu tilviki. Þann 4. maí sl. barst sýslumanni niðurstaða frá undanþágunefndinni þar sem honum var tilkynnt um að beiðnin hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hafna beiðninni og var nefndin einróma í niðurstöðu sinni. Í þessu samhengi má benda á að í nefndinni sitja fulltrúar Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins og eru ákvarðanir nefndarinnar endalegar sbr. 21. gr. laga nr. 94/1986. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu gaf sýslumaður sjálfur út leyfisbréf fyrir báða framangreinda viðburði daginn eftir að honum var birt niðurstaða undanþágunefndarinnar. Í þessu samhengi er jafnframt bent á að í yfirlýsingu frá embætti sem birt er á heimasíðu sýslumannsembættanna (https://www.syslumenn.is/stodflokkar/forsidugreinar/tilkynning-vegna-verkfalla-hja-syslumanninum-a-hofudborgarsvaedinu) kemur fram að tekið sé við umsóknum um gisti- og veitingaleyfi en hvorki séu ný leyfi gefin út né gildandi leyfi endurnýjuð. Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita framangreind leyfi þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10
Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16
Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00