Undanþágur veittar fyrir slátrun Linda Blöndal skrifar 7. maí 2015 16:33 vísir/auðunn Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni. Verkfall 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira