Verkfallið þegar farið að valda skaða að mati heilbrigðisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. maí 2015 20:46 Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira