Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 14:44 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sakar forsvarsmenn Spalar ehf. um lögbrot og höfðar til samvisku þeirra. Vísir/Pjetur/Anton „Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira