Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2015 09:48 Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Athygli vakti að Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru ekki mættir þegar málsmeðferðin hófst í morgun. Þremenningarnir eru á meðal þeirra níu sem sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hreiðar Már, Magnús og Sigurður eru ekki mættir. Fordæmi eru fyrir því að sakborningar sitji ekki alla aðalmeðferðina, sem reiknað er með að standi til 22. maí, og geta aðeins mætt til að gefa sjálfir skýrslu samkvæmt dagskrá. Hins vegar er mun algengara en ekki að sakborningar sitji alla aðalmeðferðina. Þremenningarnir hlutu dóma í Al-Thani málinu á dögunum og hafa Hreiðar Már og Sigurður þegar hafið afplánun á Kvíabryggju. Á þriðju klukkustund tekur að keyra úr höfuðborginni á Kvíabryggju vestur á Snæfellsnesi. Hins vegar er reiknað með því að aðalmeðferðin taki rúmar fjórar viku og ekki ákjósanlegt að keyra daglega á milli. Af þeim sökum munu Hreiðar Már og Sigurður dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferðin fer fram. Af þeim níu sem eru ákærðir í málinu eru mætt þau Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Reiknað er með því að dagurinn í dag fari í skýrslutöku yfir Pétri Kristni.Eftirfarandi eru ákærðir í málinu: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Athygli vakti að Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru ekki mættir þegar málsmeðferðin hófst í morgun. Þremenningarnir eru á meðal þeirra níu sem sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hreiðar Már, Magnús og Sigurður eru ekki mættir. Fordæmi eru fyrir því að sakborningar sitji ekki alla aðalmeðferðina, sem reiknað er með að standi til 22. maí, og geta aðeins mætt til að gefa sjálfir skýrslu samkvæmt dagskrá. Hins vegar er mun algengara en ekki að sakborningar sitji alla aðalmeðferðina. Þremenningarnir hlutu dóma í Al-Thani málinu á dögunum og hafa Hreiðar Már og Sigurður þegar hafið afplánun á Kvíabryggju. Á þriðju klukkustund tekur að keyra úr höfuðborginni á Kvíabryggju vestur á Snæfellsnesi. Hins vegar er reiknað með því að aðalmeðferðin taki rúmar fjórar viku og ekki ákjósanlegt að keyra daglega á milli. Af þeim sökum munu Hreiðar Már og Sigurður dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferðin fer fram. Af þeim níu sem eru ákærðir í málinu eru mætt þau Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Reiknað er með því að dagurinn í dag fari í skýrslutöku yfir Pétri Kristni.Eftirfarandi eru ákærðir í málinu: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00