SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2015 14:16 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals. Vísir/AFP SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira