Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið. Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið.
Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira