Kynnir nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:00 Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Vísir/Valli Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira