Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. apríl 2015 19:13 Ásmundur Einar og Sigmundur Davíð. vísir/ernir Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira