Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2015 14:30 Íslandsvinurinn Conor McGregor berst um UFC-heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt 11. júlí í Las Vegas þar sem vonast er til að Gunnar Nelson snúi einnig aftur í búrið eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi í fyrra. Í fyrsta sinn í sögunni ætlar UFC með bardagakappana tvo, Conor og brasilíska heimsmeistarann Jose Aldo, í kynningarferð þar sem heimsóttar verða tíu borgir í fimm löndum á tólf dögum. Um þetta verða gerðir þættirnir Embedded og er sá fyrsti kominn út. Þar má sjá Conor McGregor gera allt vitlaust á írskri krá í Ríó þar sem hann öskrar: „Það elska mig allir hérna. Ég á þessa borg. Ég á Ríó! Hvar er Jose? Sagan segir að hann flúði land. Ég elska að vera hérna.“ Á blaðamannafundinum hélt Conor áfram að fara á kostum fyrir framan heita aðdáendur Jose Aldo sem var vitaskuld á heimvelli. „Horfðu í augun á mér litli maður. Litli Brasilíumaður,“ sagði Conor við Aldo og bætti við á portúgölsku: „Þú munt deyja.“ Aldo er vægast sagt búinn að fá upp í kok af vélbyssukjaftinum írska og var augljóst að Conor náði til hans á blaðamannafundinum. „Ég er mjög reiður. Mig langar að fara í gegnum þennan mann,“ sagði hann við sitt fólk fyrir framan myndavélarnar. Þennan frábæra fyrsta þátt má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir 90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslandsvinurinn Conor McGregor berst um UFC-heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt 11. júlí í Las Vegas þar sem vonast er til að Gunnar Nelson snúi einnig aftur í búrið eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi í fyrra. Í fyrsta sinn í sögunni ætlar UFC með bardagakappana tvo, Conor og brasilíska heimsmeistarann Jose Aldo, í kynningarferð þar sem heimsóttar verða tíu borgir í fimm löndum á tólf dögum. Um þetta verða gerðir þættirnir Embedded og er sá fyrsti kominn út. Þar má sjá Conor McGregor gera allt vitlaust á írskri krá í Ríó þar sem hann öskrar: „Það elska mig allir hérna. Ég á þessa borg. Ég á Ríó! Hvar er Jose? Sagan segir að hann flúði land. Ég elska að vera hérna.“ Á blaðamannafundinum hélt Conor áfram að fara á kostum fyrir framan heita aðdáendur Jose Aldo sem var vitaskuld á heimvelli. „Horfðu í augun á mér litli maður. Litli Brasilíumaður,“ sagði Conor við Aldo og bætti við á portúgölsku: „Þú munt deyja.“ Aldo er vægast sagt búinn að fá upp í kok af vélbyssukjaftinum írska og var augljóst að Conor náði til hans á blaðamannafundinum. „Ég er mjög reiður. Mig langar að fara í gegnum þennan mann,“ sagði hann við sitt fólk fyrir framan myndavélarnar. Þennan frábæra fyrsta þátt má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir 90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00
Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30
Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30