Almyrkvi verður á vesturhluta Íslands árið 2026 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2015 16:50 Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni. Vísir/GVA Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva. Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva.
Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25