Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2015 09:42 Stærstur hluti braksins dreifist yfir tiltölulega lítið svæði sem bendir til að vélin fór fyrst í sundur eftir að hafa skollið á fjallið. Vísir/AFP Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. Brak úr Airbus320-vélinni dreifðist á svæði í 1.200 til 1.800 metra hæð eftir að hún skall á fjall í frönsku Ölpunum í gær.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að vélin hafi skollið á fjallið á um 700 kílómetra hraða og bókstaflega farið í þúsund ef ekki tíu þúsund bita. „Það er ekkert sem líkist flugvél þarna í fjallinu,“ segir Bjørn Willum, fréttamaður DR. Í fréttinni segir að stærstur hluti braksins dreifist yfir tiltölulega lítið svæði sem bendir til að vélin fór fyrst í sundur eftir að hafa skollið á fjallið. „Sérfræðingar segja að vélin hafi ekki sprungið í lofti,“ segir Willum. Slysstaðurinn hefur þó fengið menn til að velta ýmsu fyrir sér. Í frönskum miðlum er sagt frá því að sérfræðingum þykir það undarlegt að flugmennirnir hafi haldið áfram á þessari flugleið eftir að vélin tók að missa flug. Vélin fór úr 38 þúsund feta hæð í 6 þúsund feta hæð á um átta mínútum, en hvarf svo af ratsjám. „Dæmigerð viðbrögð hefðu verið að leita að flatlendi þar sem möguleiki væri á að lenda. Í staðinn er flogið áfram líkt og ekkert hafi í skorið, yfir Alpana, sem eru að sjálfsögðu versti mögulegi staðurinn til að nauðlenda,“ segir Willum. Einnig þykir undrun sæta að flugmennirnir hafi ekki sent frá sér neyðarkall á þeim tiltölulega langa tíma sem vélin missti hæð. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Starfsmenn neita að fljúga Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið. 24. mars 2015 23:36 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. Brak úr Airbus320-vélinni dreifðist á svæði í 1.200 til 1.800 metra hæð eftir að hún skall á fjall í frönsku Ölpunum í gær.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að vélin hafi skollið á fjallið á um 700 kílómetra hraða og bókstaflega farið í þúsund ef ekki tíu þúsund bita. „Það er ekkert sem líkist flugvél þarna í fjallinu,“ segir Bjørn Willum, fréttamaður DR. Í fréttinni segir að stærstur hluti braksins dreifist yfir tiltölulega lítið svæði sem bendir til að vélin fór fyrst í sundur eftir að hafa skollið á fjallið. „Sérfræðingar segja að vélin hafi ekki sprungið í lofti,“ segir Willum. Slysstaðurinn hefur þó fengið menn til að velta ýmsu fyrir sér. Í frönskum miðlum er sagt frá því að sérfræðingum þykir það undarlegt að flugmennirnir hafi haldið áfram á þessari flugleið eftir að vélin tók að missa flug. Vélin fór úr 38 þúsund feta hæð í 6 þúsund feta hæð á um átta mínútum, en hvarf svo af ratsjám. „Dæmigerð viðbrögð hefðu verið að leita að flatlendi þar sem möguleiki væri á að lenda. Í staðinn er flogið áfram líkt og ekkert hafi í skorið, yfir Alpana, sem eru að sjálfsögðu versti mögulegi staðurinn til að nauðlenda,“ segir Willum. Einnig þykir undrun sæta að flugmennirnir hafi ekki sent frá sér neyðarkall á þeim tiltölulega langa tíma sem vélin missti hæð.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Starfsmenn neita að fljúga Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið. 24. mars 2015 23:36 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52