Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2015 11:30 Mynd/Dalkurd.se Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015 Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015
Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira