Nýtt ár hjá bahá'íum 21. mars Böðvar Jónsson skrifar 17. mars 2015 13:02 Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum)
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun