700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 13:14 Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira