Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2015 15:16 vísir/gva Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira