Tók leigubíl fyrir 37 þúsund kall þegar það byrjaði að gjósa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:14 "Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt," segir Magnús Tumi. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00
Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01
Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57
Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25