Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2015 16:50 Skákhátíð Í fyrra tóku 255 skákmenn þátt og gæti það met jafnvel verið slegið nú. Nú eru 249 skákmenn skráðir til leiks. Í fyrra tefldu 100 íslenskir skákmenn í mótinu og 155 erlendir. fréttablaðið/valli Fréttablaðið/Valli Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira