Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Vísir/Stefán Sigríður segir að í niðurstöðu Persónuverndar komi ekki fram að hún hafi gerst brotleg við lög þegar hún varð við ósk aðstoðarmanns innanríkisráðherra um að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni ráðherra, skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013.Niðurstaða Persónuverndar var að Sigríður Björk hafi brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún sendi Gísla Frey greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri aðila. „Persónuvernd kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt. Persónuvernd segir í úrskurði sínum „að móttaka aðstoðarmannsins á skýrsludrögunum frá Lögreglunni á Suðurnesjum hafi talist liður í starfsemi ráðuneytisins og það því ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu sem í móttöku draganna fólst“. Það var því ráðuneytisins að tryggja að rétt yrði farið með skjalið. Það var mat lögreglunnar á Suðurnesjum að lagaleg heimild væri til staðar fyrir miðlun skýrsludraganna. Af niðurstöðu Persónuverndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfirfara innan stjórnsýslunnar verkferla vegna krafna um upplýsingaöryggi og öryggi við miðlun persónuupplýsinga,“ segir í yfirlýsingunni. Sigríður Björk segir ekki líta svo á að málið veiki stöðu sína í embætti og að ekki sé ástæða til þess að hún endurskoða stöðu sína. Þetta sagði Sigríður Björk í samtali við fyrrastofu RÚV fyrr í kvöld. Þá segir hún svo telja að henni sé vel treystandi til að fara með persónuupplýsingar. Yfirlýsing Sigríðar í heild sinni:Yfirlýsing frá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinuVegna úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2014/1779 tel ég rétt að árétta eftirfarandi:Í niðurstaðu Persónuverndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brotleg við lög þegar ég varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013. Persónuvernd kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt.Persónuvernd segir í úrskurði sínum „að móttaka aðstoðarmannsins á skýrsludrögunum frá Lögreglunni á Suðurnesjum hafi talist liður í starfsemi ráðuneytisins og það því ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu sem í móttöku draganna fólst“. Það var því ráðuneytisins að tryggja að rétt yrði farið með skjalið. Það var mat lögreglunnar á Suðurnesjum að lagaleg heimild væri til staðar fyrir miðlun skýrsludraganna.Af niðurstöðu Persónuverndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfirfara innan stjórnsýslunnar verkferla vegna krafna um upplýsingaöryggi og öryggi við miðlun persónuupplýsinga. Lekamálið Tengdar fréttir Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigríður segir að í niðurstöðu Persónuverndar komi ekki fram að hún hafi gerst brotleg við lög þegar hún varð við ósk aðstoðarmanns innanríkisráðherra um að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni ráðherra, skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013.Niðurstaða Persónuverndar var að Sigríður Björk hafi brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún sendi Gísla Frey greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri aðila. „Persónuvernd kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt. Persónuvernd segir í úrskurði sínum „að móttaka aðstoðarmannsins á skýrsludrögunum frá Lögreglunni á Suðurnesjum hafi talist liður í starfsemi ráðuneytisins og það því ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu sem í móttöku draganna fólst“. Það var því ráðuneytisins að tryggja að rétt yrði farið með skjalið. Það var mat lögreglunnar á Suðurnesjum að lagaleg heimild væri til staðar fyrir miðlun skýrsludraganna. Af niðurstöðu Persónuverndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfirfara innan stjórnsýslunnar verkferla vegna krafna um upplýsingaöryggi og öryggi við miðlun persónuupplýsinga,“ segir í yfirlýsingunni. Sigríður Björk segir ekki líta svo á að málið veiki stöðu sína í embætti og að ekki sé ástæða til þess að hún endurskoða stöðu sína. Þetta sagði Sigríður Björk í samtali við fyrrastofu RÚV fyrr í kvöld. Þá segir hún svo telja að henni sé vel treystandi til að fara með persónuupplýsingar. Yfirlýsing Sigríðar í heild sinni:Yfirlýsing frá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinuVegna úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2014/1779 tel ég rétt að árétta eftirfarandi:Í niðurstaðu Persónuverndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brotleg við lög þegar ég varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013. Persónuvernd kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt.Persónuvernd segir í úrskurði sínum „að móttaka aðstoðarmannsins á skýrsludrögunum frá Lögreglunni á Suðurnesjum hafi talist liður í starfsemi ráðuneytisins og það því ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu sem í móttöku draganna fólst“. Það var því ráðuneytisins að tryggja að rétt yrði farið með skjalið. Það var mat lögreglunnar á Suðurnesjum að lagaleg heimild væri til staðar fyrir miðlun skýrsludraganna.Af niðurstöðu Persónuverndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfirfara innan stjórnsýslunnar verkferla vegna krafna um upplýsingaöryggi og öryggi við miðlun persónuupplýsinga.
Lekamálið Tengdar fréttir Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13