Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30