Jórdanía dregur sig ekki til hlés Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Abdullah II, konungur Jórdaníu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15