„Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 17:13 Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar. Vísir/GVA Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira