Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 12:34 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/GVA „Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30