Magnús Ingi: Ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2015 23:00 Magnús Ingi fyrir miðju. Páll Bergmann Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. Magnús Ingi (4-0-1) segist ekki hafa átt von á þessum árangri áður en hann tók sinn þriðja MMA bardaga í apríl í fyrra. „Ég hafði rosalega litla trú á strikinginu mínu í upphafi síðasta árs og var í rauninni að æfa miklu meiri glímu heldur en box. Það kom mér því rosalega á óvart að ég skyldi hafa rotað alla þrjá andstæðinga mína í fyrra og sá það ekki fyrir. Ég bjóst frekar við sigrum með uppgjafartaki.“ Magnús hélt að hann væri lang sterkastur í gólfinu en er nú á öðru máli. „Ég myndi segja að ég væri mjög well rounded núna. Núna veit ég að ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður.“ Eftir að hafa klárað alla bardaga sína í fyrra í fyrstu lotu blundar í Magnúsi þrá að taka aðeins lengri bardaga. „Mig langar að fara í þriggja lotu bardaga þar sem ég vinn eftir dómaraákvörðun. Ég vil fá þessa reynslu áður en ég fer í atvinnumannabardaga en það styttist rosalega í það. Átökin þar verða auðvitað rosaleg þar sem þar eru lengri lotur og betri andstæðingar. Ég er alltaf með endalausa orku eftir bardagann og þarf oft að fá að glíma smá til að ná mér niður.“ Mjölnir og SBG bardagaklúbburinn í Írlandi eru í góðu samstarfi og koma írskir bardagamenn reglulega hingað til lands að æfa en þar á meðal er UFC bardagamennirnir Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan. „Ég græddi rosalega mikið á að æfa með þeim síðasta sumar, sérstaklega að sparra við Conor [McGregor], hann er með rosalega gott flæði og er út um allt. Mér finnst líka gott að hugsa til þess að Conor var á sama stað og ég er núna á einhvern tímann á ferlinum en í dag er hann risastór UFC stjarna. Sama með Gunna [Gunnar Nelson], þetta er allt bara fyrir framan mann. Þetta eru æfingafélagar manns og þessi leið er bara galopin fyrir mann.“ Framundan hjá Magnúsi er bardagi 7. mars í Shinobi War bardagsamtökunum. Andstæðingur Magnúsar hefur sigrað alla fimm bardaga sína og ætti því að vera verðugur andstæðingur. „Ég hef mjög mikla trú á því að ég sé að fara að vinna, jafnvel í 1. lotu. Síðan er aðal stefnan á þessu ári að fara í atvinnumennsku, helst eftir sumarið.“GamanFerðir verða með ferð á bardagana en auk Magnúsar keppa þeir Birgir Örn Tómasson og Bjarki Ómarsson á bardagakvöldinu. „Það gefur mér ennþá meiri ástæðu til að vinna ef það koma Íslendingar út að horfa á. Ég er ekki að fara að tapa fyrir framan Íslendinga, ekki séns.“ Viðtalið í heild sinni má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00 Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00 Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira
Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. Magnús Ingi (4-0-1) segist ekki hafa átt von á þessum árangri áður en hann tók sinn þriðja MMA bardaga í apríl í fyrra. „Ég hafði rosalega litla trú á strikinginu mínu í upphafi síðasta árs og var í rauninni að æfa miklu meiri glímu heldur en box. Það kom mér því rosalega á óvart að ég skyldi hafa rotað alla þrjá andstæðinga mína í fyrra og sá það ekki fyrir. Ég bjóst frekar við sigrum með uppgjafartaki.“ Magnús hélt að hann væri lang sterkastur í gólfinu en er nú á öðru máli. „Ég myndi segja að ég væri mjög well rounded núna. Núna veit ég að ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður.“ Eftir að hafa klárað alla bardaga sína í fyrra í fyrstu lotu blundar í Magnúsi þrá að taka aðeins lengri bardaga. „Mig langar að fara í þriggja lotu bardaga þar sem ég vinn eftir dómaraákvörðun. Ég vil fá þessa reynslu áður en ég fer í atvinnumannabardaga en það styttist rosalega í það. Átökin þar verða auðvitað rosaleg þar sem þar eru lengri lotur og betri andstæðingar. Ég er alltaf með endalausa orku eftir bardagann og þarf oft að fá að glíma smá til að ná mér niður.“ Mjölnir og SBG bardagaklúbburinn í Írlandi eru í góðu samstarfi og koma írskir bardagamenn reglulega hingað til lands að æfa en þar á meðal er UFC bardagamennirnir Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan. „Ég græddi rosalega mikið á að æfa með þeim síðasta sumar, sérstaklega að sparra við Conor [McGregor], hann er með rosalega gott flæði og er út um allt. Mér finnst líka gott að hugsa til þess að Conor var á sama stað og ég er núna á einhvern tímann á ferlinum en í dag er hann risastór UFC stjarna. Sama með Gunna [Gunnar Nelson], þetta er allt bara fyrir framan mann. Þetta eru æfingafélagar manns og þessi leið er bara galopin fyrir mann.“ Framundan hjá Magnúsi er bardagi 7. mars í Shinobi War bardagsamtökunum. Andstæðingur Magnúsar hefur sigrað alla fimm bardaga sína og ætti því að vera verðugur andstæðingur. „Ég hef mjög mikla trú á því að ég sé að fara að vinna, jafnvel í 1. lotu. Síðan er aðal stefnan á þessu ári að fara í atvinnumennsku, helst eftir sumarið.“GamanFerðir verða með ferð á bardagana en auk Magnúsar keppa þeir Birgir Örn Tómasson og Bjarki Ómarsson á bardagakvöldinu. „Það gefur mér ennþá meiri ástæðu til að vinna ef það koma Íslendingar út að horfa á. Ég er ekki að fara að tapa fyrir framan Íslendinga, ekki séns.“ Viðtalið í heild sinni má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00 Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00 Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira
Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00
Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00
Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15