Spegill, spegill… Hulda Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2014 07:00 Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun