Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. vísir/gva Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37