Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fjölmenning Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun