Orkuauðlindin okkar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2014 11:00 Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar