Blöndum okkur! Líf Magneudóttir skrifar 14. nóvember 2014 12:00 Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun