Ég ákæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2014 07:00 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun