Ég ákæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2014 07:00 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun