Markaðsbrestir og mótvægi Jón Sigurðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun