Af hverju fá þeir sem hugsa vel um heilsuna stundum krabbamein? Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. október 2014 07:00 „Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar