Trampað á tungunni Gauti Kristmannsson skrifar 19. september 2014 09:12 Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun