Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara er málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira