Á vængjum minninganna Bryndís Schram skrifar 12. september 2014 07:00 Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun