Matthías: Þetta er alveg hundleiðinlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Matthías verður frá næstu vikurnar. Mynd/ikstart.no „Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
„Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira