Að standa við stóru orðin Bryndís Schram skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun