Krónuþráhyggjan Martha Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:30 Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart!
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar