Við græðum á því Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við!
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun