Handboltafélögin kvarta ekki undan dómarakostnaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2014 06:00 Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og kollegar þeirra eru ekki að setja félögin í handboltanum á hliðina. Vísir/Stefán „Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
„Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira