Muktada al Sadr hótar aðgerðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júní 2014 00:01 Á flótta Almenningur hefur flúið undan sókn ISIS-manna og streymir til Kúrdahéraðanna.fréttablaðið/AP Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01
Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35
Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34