Er vatnið í kringum Ísland salt? Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun