Mikil aukning vindorku í Noregi Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun