Enga sýnagógu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2014 07:00 Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar